3. desember 2025

Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar þann 3. desember 2025

Í morgun kom úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna saman og ákvað breytingar á fiskverði í beinum viðskiptum.

Slægður þorskur hækkar um 8%

Óslægður þorskur hækkar um 5%

Ýsa slægð og óslægð hækkar um 6,3%

Karfi er óbreyttur 

Ufsi slægður og óslægður lækkar um 1,5%

Undanfarið hefur úrskurðarnefndin reynt að ná samkomulagi um breytingar á verðkúrfum í þorskinum. Ekki hefur náðst samkomulag um þær breytingar. Bæði sjómenn og útvegsmenn eru sammála um að að breytingar á verðkúrfum séu nauðsynlegar og endurspegli sem best markmið kjarasamninga. Þessi vinna heldur áfram og vonandi verður hægt að ná samkomulagi um nýjar verðkúrfur á nýju ári.

Hér er hlekkur á heimasíðu Verðlagsstofu skiptaverðs sem birtir upplýsingarnar.

Verðlagsstofa 

24. nóvember 2025

Kjarasamningurinn á pdf formi er kominn hér á heimasíðuna

Samningurinn sem var samþykktur 6. febrúar 2024 er kominn á síðuna undir Kjaramál. Þar undir ,,Kjarasamningur milli SSÍ og SFS" Þar er vísun inná,,Kjarasamningur 2024" Hægt er að fara í ´efnisyfirlitið og smella á viðkomandi grein og hún kemur upp.

Samningurinn fer nú í prentun og verður tilbúinn fljótlega til dreifingar.

Ályktanir 34. þings SSÍ eru einnig komnar inn undir ,,Ályktanir og samþykktir"

 

3. nóvember 2025

34. Þing Sjómannasambands Íslands

34. þing SSÍ fór fram á Grand Hótel 30. og 31. október 2025

Við byrjuðum þingið á ávarpi Atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínar Friðriksson.

Í máli hennar kom fram vilji til að vinna betur með sjómönnum að hagsmunamálum þeirra. Td. að Verðlagsstofa skiptaverðs verði efld.

Einnig héldu erindi Finnbjörn A Hermannsson forseti ASÍ. Árni Sverrisson formaður FS og Guðmundur H Þórarinsson formaður VM.  Mæltist þeim vel.

Margar og góðar ályktanir voru samþykktar á þinginu eins og sjá má undir flipanum ,,Ályktanir og samþykktir".

Ný sambandsstjórn var kjörin til næstu fjögurra ára. Undir flipanum ,,Um SSÍ" er ný stjórn SSÍ.

Við kvöddum tvo góða liðsmenn sem látið hafa af störfum. Vigni S. Maríasson sem verið hefur í stjórn Sambandsins

og Jakob Hjaltalín frá Húsavík sem verið hefur viðloðandi sjómannadeild Framsýnar lengur en elstu menn muna.

Var þeim færður þakklætisvottur fyrir góð störf í þágu sjómanna.

Í lok þings færðu SSÍ, FS og VM, Slysavarnaskóla sjómanna 25 milljónir að gjöf sem er hlutur félaganna þriggja vegna slita Fiskifélags Íslands. 

Fréttasafn