Auglýsingar frá SFÚ.
Samtök fiskvinnslu og útflutnings (SFÚ) auglýsa þessa dagana mikið eins og líklega hefur ekki farið fram hjá mörgum. Inntak auglýsinga þeirra er að samtökin þurfi að greiða markaðsverð fyrir fiskinn, en útgerðin fái hann aðein á 80% af markaðsverði í boði sjómanna. Ekki er alveg ljóst hver tilgangur þessara auglýsinga er, en þetta eru sömu samtök og sendu frá sér eftirfarandi í ályktun frá aðalfundi samtakanna árið 2014:
"SFÚ telur mikilvægt að skiptaverð verðlagsstofu gildi um uppgjör við sjómenn hvort sem um er að ræða bein viðskipti með fisk eða sölu á markaði.........."
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem andar köldu frá þessum samtökum í garð sjómanna. Ástæða þess er hins vegar ekki vituð enda erfitt að taka mark á samtökum sem haga sér með þessum hætti.