Breyting á viðmiðunarverði þorsks, ýsu og karfa
Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 5. febrúar var viðmiðunarverð á slægðum þorski hækkað um 2,1%. Viðmiðunarverð á óslægðum þorski var lækkað um 3,5%. Viðmiðunarverð á slægðri ýsu var lækkað um 0,9%. Viðmiðunarverð á óslægðri ýsu var hækkað um 1,3% og viðmiðunarverð á karfa var hækkað um 3%. Framangreindar breytingar á viðmiðunarverðum gilda frá og með 5. febrúar.