Karasamningarnir sem undirritaðir voru þann 9. febrúar 2023 felldir.

Kosningu um kjarasamning milli aðildarfélaga SSÍ og SFS lauk þann 10. mars 2023 kl. 15:00. Á kjörskrá voru 1200 félagsmenn aðildarfélaga SSÍ og af þeim tóku 571 eða 47,58% þátt í atkvæðagreiðslunni.

 

Niðurstaða þeirra sem kusu er eftirfarandi:

180 eða 31,52% samþykktu samninginn,

385 eða 67,43% höfnuðu samningnum,

6 eða 1,05% skiluðu auðu.

 

Samningurinn var því felldur með yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni. Sjómenn innan aðildarfélaga SSÍ eru því samningslausir enn um sinn.