Efnisyfirlit

Kjarasamningur fyrir smábáta

 

1. gr.

Skiptakjör bátsverja.

Bátsverjar skulu fá í sinn hlut þann hundraðshluta af heildarverðmæti aflans sem tilgreindur er í samningi þessum. Sé afli seldur á fiskmarkaði er heimilt að draga uppboðskostnað frá heildar söluverðmætinu áður en aflahlutur er reiknaður.

Ef keypt er slægingarþjónusta fyrir afla sem landað er óslægðum og hann síðan seldur óskyldum aðilum eða á fiskmarkaði er heimilt að draga kostnað við slæginguna auk uppboðskostnaðar frá heildar söluverðmæti afla og innyfla (hrogna, lifrar og annarra innyfla) áður en aflahlutur er reiknaður.

Sé afli fluttur á erlendan markað í gámum er heimilt að draga flutningskostnað, erlenda tolla og kostnað við söluna erlendis, annan en umboðslaun, frá heildarsöluverðmætinu áður en aflahlutur er reiknaður.


Aflahlutir af heildarverðmæti skulu vera sem hér segir:

a) Veiðar með netum, grásleppunetum, færum og línu á bátum með beitingavél.

Einmenningssjósókn:

Aflahlutur án orlofs við einmenningssjósókn skal vera 27,0% af heildarverðmæti aflans.

Tveir um borð:

Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 21,6% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja.

Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu:
Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 50% álag á hásetahlut (sjá einnig d lið). Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 50% álag á hásetahlut.

Þrír um borð:

Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 21,6% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja.

Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu:
Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 75% álag á hásetahlut (sjá einnig d lið). Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 75% álag á hásetahlut.

Fjórir um borð:

Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 21,6% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja.

Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu:
Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 100% álag á hásetahlut (sjá einnig d lið). Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 100% álag á hásetahlut.

Fimm um borð:

Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 22,5% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja.

Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu:
Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 100% álag á hásetahlut. Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 100% álag á hásetahlut.

Sex um borð:

Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 23,14% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja.

Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu:
Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 100% álag á hásetahlut. Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 100% álag á hásetahlut.


b) Veiðar með línu, þegar beitt er eða stokkað upp í landi.

Einmenningssjósókn:

Aflahlutur án orlofs við einmenningssjósókn skal vera 13,5% af heildarverðmæti aflans.

Tveir um borð:

Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 10,8% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja.

Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu:
Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 50% álag á hásetahlut (sjá einnig d lið). Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 50% álag á hásetahlut.

Þrír um borð:

Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 10,8% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja.
Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu:
Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 75% álag á hásetahlut (sjá einnig d lið). Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 75% álag á hásetahlut.

Fjórir um borð:

Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 10,8% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja.

Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu:
Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 100% álag á hásetahlut (sjá einnig d lið). Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 100% álag á hásetahlut.

Fimm um borð:

Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 11,25% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja.

Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu:
Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 100% álag á hásetahlut. Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 100% álag á hásetahlut.

Sex um borð:

Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 11,57% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja.

Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu:
Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 100% álag á hásetahlut. Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 100% álag á hásetahlut.


c) Aðrar veiðar.

Skiptakjör þegar makríll eða annar uppsjávarfiskur er veiddur á færi eða línu skulu vera þau sömu og þegar veitt er á línu með beitingavél sbr. lið a).


d) Um vélstjóra.

Ákveði útgerð að ráða vélavörð á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd með færri en 4 menn í áhöfn skal hann hafa 1/3 af álagi skipstjórans og skipstjórinn 2/3 sbr. álag skipstjóra skv. a og b lið.

Ákveði útgerð að ráða vélavörð á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd með beitingarvél og 4 menn í áhöfn skal skiptaprósentan vera 20,36% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja. Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut þannig að skipstjóri hafi 100% álag á hásetahlut og vélavörður 50% álag.

Á bátum 12 metrar og lengri skal vélstjóri hafa 50% álag á hásetahlut.

 

2. gr.

Lágmarks hvíldartími bátsverja á sólarhring.

Bátsverjar skulu hafa minnst 8 klst. hvíld á sólarhring.


3. gr.

Kauptrygging, kauptryggingartímabil og uppgjör.

Hver almanaksmánuður er sérstakt kauptryggingartímabil.

Útgerðarmaður skal tryggja skipverjum lágmarkskaup fyrir hvern mánuð (30 daga) af ráðningartímanum sem hér segir (án orlofs m.v. 1. júní 2012):

Háseti kr. 220.486
Vélavörður kr. 330.729
Skipstjóri kr. 330.729

Tímakaup í dagvinnu fyrir háseta, vélaverði og skipstjóra skal fundið með því að deila með 173,33 í kauptryggingu viðkomandi. Yfirvinna greiðist með 80% álagi á dagvinnukaup.

Kauptrygging og aðrir launaliðir í samningi þessum skullu taka sömu breytingum og kauptrygging og launaliðir skv. kjarasamningum SSÍ, FFSÍ og VM.

Útgerðarmaður skal hafa lokið launauppgjöri og launagreiðslu til skipverja eigi síðar en 15 dögum eftir lok kauptryggingartímabils. Þó skal greiða kauptryggingu reglulega innan kauptryggingartímabils.

Afleysingamenn skulu fá bráðabirgðauppgjör, þegar þeir fara úr skipsrúmi og fullnaðaruppgjör svo fljótt sem hægt er.

Í uppgjöri skal aflamagn og aflaverðmæti greinilega sundurliðað á skiptareikningi hvers skipverja.


4. gr.

Starfsaldursálag.

Bátsverjar sem starfað hafa á sjó í 2 ár samfellt skulu fá greitt starfsaldursálag, sem nemur 2% af kauptryggingu. Starfsaldursálagið skal greitt án tillits til hlutaskipta og greiðast við launauppgjör hvers kauptryggingartímabils. Eftir 3ja ára starf hjá sömu útgerð hækkar starfsaldursálagið í 4% af kauptryggingu. Bátsverjar skulu þó halda réttindum til 4% starfsaldursálags hefji þeir störf hjá sömu útgerð innan 5 ára frá því þeir voru síðast í ráðningu hjá útgerðinni.


5. gr.

Sala aflans.

Útgerðarmaður hefur með höndum sölu aflans og hefur til þess umboð áhafnar að því er aflahlut hennar varðar. Hann skal tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fiskinn, þó aldrei lægra en útgerðarmaður fær, þar með talin hrogn, lifur og bein. Ekki er heimilt að draga frá heildarverðmæti afla kostnað vegna kaupa á veiðiheimildum, sbr. 1. gr. laga nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun, með síðari breytingum.

Þegar afli er seldur í beinum viðskiptum, til eigin vinnslu, skulu útgerðarmaður og áhöfn gera sín í milli samning um fiskverð. Til að slíkur samningur öðlist gildi, skal hann staðfestur með undirritun allra skipverja og útgerðar. Samningurinn skal vera í stöðluðu formi, þar sem fram komi m.a. verð einstakra fisktegunda, gildistími, uppsagnarákvæði o.s.frv.

Telji meirihluti áhafnar sig ekki eiga kost á samningi um sanngjarnt fiskverð samkvæmt framanskráðu, skal leita úrskurðar nefndar, sem skipuð var skv. lögum nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Með skyldum aðilum er átt við að útgerð og vinnsla séu í ráðandi eigu sömu aðila.

Þegar afli er seldur milli óskyldra aðila, skal skipt úr því verði sem fyrir aflann fæst hverju sinni, sbr. 1 mgr. Ef afli er seldur beint milli óskyldra aðila án milligöngu innlendra eða erlendra fiskmarkaða, getur áhöfn krafist samnings um uppgjörsverð fyrir þann afla. Kjósi áhöfn að kalla eftir slíkum samningi, skal það gert með minnst fimm sólarhringa fyrirvara og skal samningstími ekki vera lengri en þrír mánuðir. Náist ekki samkomulag um uppgjörsverð milli meirihluta áhafnar og útgerðar, skal vísa málinu til úrskurðar úrskurðarnefndar skv. lögum nr. 13/1998. Nefndin skal flýta störfum eins og kostur er og náist ekki samkomulag innan sjö sólarhringa skal kveðinn upp úrskurður innan fjögurra sólarhringa. Fiskverð skv. þessu skal gilda frá því úrskurður fellur, nema samkomulag sé um annað.

Um markmið varðandi verð á þorski og ýsu í beinum viðskiptum, þ.e. lágmarksverð í beinum viðskiptum, skulu ákvæði gerðardóms skv. lögum 34/2001 um kjaramál fiskimanna einnig gilda fyrir smábáta.

 

6. gr.

Hlífðarfatnaður.

Í þeim tilvikum sem útgerð leggur bátsverjum ekki til hlífðarfatnað skal greiða hlífðarfatapening. Greiða skal kr. 4.683 á mánuði auk orlofs á þá fjárhæð. Upphæðin skal taka sömu breytingum og hlífðarfatagreiðslur til undirmanna skv. kjarasamningi SSÍ.

 

7. gr.

Fæðispeningar.

Í þeim tilvikum sem útgerð leggur bátsverjum ekki til fæði um borð skal greiða skipverjum fæðispeninga. Fæðispeningar eru kr. 907 á dag og skulu taka sömu breytingum og fæðispeningar samkvæmt kjarasamningi SSÍ.


8. gr.

Orlofsfé.

Orlofsfé skal vera 10,17%. Eftir 10 ára starf á sama skipi eða hjá sama vinnuveitanda hækkar orlofsfé í 11,59%. Eftir 15 ára starf á sama skipi eða hjá sama vinnuveitanda hækkar orlofsfé í 13,04%. Að öðru leyti fer um orlof samkvæmt lögum.

Útgerðarmaður og skipstjóri skulu sýna fyllstu lipurð varðandi sumarleyfi bátsverja.


9. gr.

Uppsagnarfrestur.

Uppsagnarfrestur háseta skal vera 7 dagar fyrstu 3 mánuði í starfi. Eftir 3ja mánaða samfellt starf skal uppsagnarfrestur vera 1 mánuður, 2 mánuðir eftir 3ja ára samfellt starf og 3 mánuðir eftir 4 ára samfellt starf.

Uppsagnarfrestur skipstjóra og vélstjóra skal vera 3 mánuðir. Eftir 3ja ára starf skal uppsagnarfrestur vera 4 mánuður, 5 mánuðir eftir 5 ára samfellt starf og 6 mánuðir eftir 10 ára samfellt starf.

Heimilt er að ráðningartími sé ákveðinn í ráðningarsamningi við ráðningu bátsverja og gildir þá ekki 1. og 2. mgr. um uppsagnarfrest.

Uppsagnarfresturinn skal vera gagnkvæmur. Um laun í uppsagnarfresti skal fara eftir ákvæðum laga og kjarasamnings.


10. gr.

Greiðslur í lífeyrissjóð.

Greiða skal iðgjald til lífeyrissjóðs af launum allra þeirra sem ráðnir eru á íslensk skip, einnig af launum þeirra sem starfa að viðhaldi skips eða öðrum störfum í þágu útgerðar. Heimilt er að fullnægja iðgjaldsskyldu með greiðslu lífeyrisiðgjalds til þeirra landshlutasjóða, sem við gildistöku samnings þessa hafa tekið við lífeyrisiðgjöldum sjómanna.

Iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs skulu vera 12% af öllum launum. Skulu útgerðir greiða 8% en sjómenn 4%.

Greiða skal iðgjald af orlofsfé.

Þegar bátsverji leggur til 2% eða hærra viðbótarframlag af öllum launum í séreignarsjóð greiðir úrgerðarmaður 2% mótframlag af öllum launum.


11. gr.

Forgangsréttur til vinnu.

Fullgildir félagar þeirra stéttarfélaga sem að samningi þessum standa skulu hverjir um sig hafa forgangsrétt til starfa á bátum þeim er samningur þessi tekur til og gerðir eru út á félagssvæði viðkomandi félags.


12. gr.

Félagsgjöld til stéttarfélags.

Útgerð er skylt að halda eftir af kaupi sjómanna því félagsgjaldi sem viðkomandi félag ákveður á aðalfundi, sem greiða skal til viðkomandi stéttarfélags samtímis greiðslum til styrktar- og sjúkrasjóðs og orlofsheimilasjóðs, þ.e. um leið og reikningsuppgjör fer fram eftir lok hvers kauptryggingatímabils.

 

13. gr.

Greiðsla útgerðar í styrktar- og sjúkrasjóði og til VIRK.

Útgerðir skulu greiða í styrktar og sjúkrasjóði viðkomandi stéttarfélags, sem svara 1% af öllum launum fyrir hvern hlutaráðinn mann, sem samningur þessi tekur til, til þess að standa straum af veikindum og sjúkrakostnaði.

Á sama hátt og af sömu upphæð skulu útgerðir greiða 0,25% í orlofssjóð félaganna.

Auk þess skulu útgerðir greiða 0,13% af öllum launum til VIRK – endurhæfingar-sjóðs.

Skulu gjöld þessi greidd í lok hvers tryggingartímabils.


14. gr.

Námskeið í öryggisfræðslu.

Bátsverjum skal, í samráði við útgerðina, gefinn kostur á að sækja námskeið Slysavarnarskólans í Sæbjörgu í fyrirbyggjandi öryggisfræðslu.

Þann tíma sem bátsverji sækir námskeið skal útgerð greiða honum kauptryggingu, en uppihald og ferðakostnað eftir nánara samkomulagi. Námskeiðsgjaldið greiðir viðkomandi útgerð.

15. gr.

Veikinda- og slysalaun sjómanna.

Um laun í slysa- og veikindatilvikum bátsverja fer skv. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985.

16. gr.

Slysatryggingar.

Útgerðin skal tryggja hvern þann mann sem samningur þessi nær til og slasast um borð í báti eða í vinnu í beinum tengslum við rekstur báts í samræmi við ákvæði 172. gr. laga nr. 34/1985.

Bætur úr vátryggingu þessari skulu ákvarðast á grundvelli reglna skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum leiði það til hærri heildarbóta en samkvæmt 172. gr. laga nr. 34/1985.

Sé eigandi útgerðar meðal bátsverja er honum þó ekki skylt að kaupa vátryggingu fyrir sig sem leiðir til bóta samkvæmt skaðabótalögum nr. 50/1993.

Bætur úr vátryggingu þessari dragast frá skaðabótum frá útgerð.

Skaðabætur frá bótaskyldum þriðja aðila eða samkvæmt ábyrgðartryggingu koma til frádráttar bótum samkvæmt vátryggingu þessari.

Um vátryggingu þessa skulu að öðru leyti gilda almennir skilmálar fyrir slysa¬tryggingu sjómanna.

Bætur má lækka eða fella niður ef tjónþoli hefur valdið slysi af ásetningi eða stórkost-legu gáleysi.

Eigi tjónþoli rétt til bóta úr lögboðinni ábyrgðartryggingu ökutækis eða slysa¬tryggingu ökumanns og eigenda, skerðast bætur úr þessari vátryggingu sem því nemur.

Kostnaðarhlutdeild hinna tryggðu skal vera kr. 3.882 á mánuði (miðað við verðlag 1. júní 2012) og hlutfallslega fyrir brot úr mánuði. Þessi fjárhæð taki sömu breytingum og kauptrygging tekur á hverjum tíma. Kostnaðarhlutdeildin skal vera óháð stöðu hins tryggða um borð.

Framangreind ákvæði þessarar greinar skulu jafnframt gilda á bátum, sem stunda veiðar er upp kunna að verða teknar á samningstímanum, en ekki eru tilgreindar í samningi þessum.


17. gr.

Réttur til launa vegna veikinda barna.

Eftir fyrsta starfsmánuð er bátsverja heimilt að verja allt að 7 dögum á kauptryggingu á hverju 12 mánaða tímabili til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri ummönnun ekki við komið.

Eftir eins árs starf á sama skipi eða hjá sömu útgerð er bátsverja með sama hætti heimilt að verja samtals 10 dögum á kauptryggingu til aðhlynningar börnum sínum undir 13 ára aldri.

Með börnum er einnig átt við fósturbörn og börn sem eru á framfæri viðkomandi bátsverja.

Greiðslur skv. framansögðu koma því aðeins til ef viðkomandi bátsverji missir sannanlega af launum vegna nauðsynlegrar umönnunar barna sinna.


18. gr.

Brot á samningnum.

Brot gegn samningi þessum getur varðað sektum er renni í félagssjóði viðkomandi stéttarfélags. Sektarupphæðin er samkvæmt gildandi kaupskrá SSÍ.


19. gr.

Breyting á starfsumhverfi.

Verði breyting á starfsumhverfi smábátaútgerðar skulu samningsaðilar funda um málið til að meta hvort þörf er á að endurskoða samninginn vegna þeirrar breytingar.

 

20. gr.

Gildistími samningsins.

Samningur þessi gildir frá undirritun til 31. janúar 2014 og rennur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Samningurinn heldur þó gildi sínu þar til nýr kjarasamningur er gerður.

 

Reykjavík 29. ágúst 2012.

 

f.h. Sjómannasambands Íslands, f.h. Landssambands smábátaeigenda,

 

 

f.h. VM – Félags vélstjóra
og málmtæknimanna,

 


f.h. Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands,